Sítrus terta fyrir helgina

Þessi gríðarlega fallega terta, sem er veisla fyrir augun og munninn, er alveg yndislega létt og fluffy. Ekki nóg með það heldur er hún alls ekkert svo flókin í framkvæmd.



Hráefni

Fyrir botninn

  • 1 1/4 bolli mulin hafrakex

  • 1/2 bolli kókósmjöl

  • 1 1/2 tsk sykur

  • 8 msk brætt smör

Fyrir fyllinguna

  • 2 bollar rjómi

  • 1 dós af sætri dósamjólk

  • Rifinn börkur af tveimur sítrónum

  • 1/4 bolli sítrónusafi

  • 1/4 bolli Limoncello Atlantico

Aðferð

  1. Forhitið ofninn í 180°C og smyrjið 28cm tertuform

  2. Hrærið saman hafrakexmulninginn, kókósmjöl, sykur og brætt smjör

  3. Hrærið vel þar til smjörið hefur blandast vel við allt saman

  4. Færið deigið yfir á tertuformið og þrýstið vel niður og meðfram köntum

  5. Setjið formið í ofninn og bakið í rúmar 10 mínútur

  6. Setjið botninn til hliðar og látið kólna

  7. Þeytið rjómann og bætið svo varlega við sætu mjólkinni, sítrónubörknum, sítrónusafanum og Limincello-inu

  8. Hellið fyllingunni í kökubotninn og skellið svo í frystinn í um 3-4 tíma

  9. Berið fram tertuna með ferskum ávöxtum

Previous
Previous

Limoncello Martini

Next
Next

Íspinnar fyrir fullorðna