Limoncello sítrónukaka

Þessi kaka kemur úr eldhúsinu hennar Jo vestanhafs og er alveg frábær með kaffinu. Uppskriftin sjálf er einföld og ættu flestir að ráða við hana. Við mælum með að hún sé sett í svokallað bundtcake kökuform en eitthvað svipað dugar alveg jafn vel.


limoncello-lemon-cake-1-3.jpeg

Hráefni

Fyrir kökuna

  • 1 bolli sýrður rjómi

  • 2 egg

  • 3/4 bolli sykur

  • 1/4 bolli repjuolía

  • 1 tsk vanilludropar

  • 3 msk Limoncello Atlantico

  • Rifinn sitrónubörkur af einni sítrónu

  • 2 bollar hveiti

  • 2 tsk lyftiduft

  • 1/2 tsk matarsódi

  • 1/2 tsk salt

Fyrir glassúrinn

  • 1 bolli flórsykur

  • 4 msk Limoncello Atlantico

  • Skreytt með rifnum sítrónubörk

Aðferð

  1. Byrjaðu á að hita ofninn og smyrja pökunarform.

  2. Blandaðu saman í hræriskál sýrðum rjóma, eggjum sykri, repjuolíu, vanilludropum, Limoncello og sítrónubörk. Hrærðu þetta saman á meðalhraða.

  3. Í aðra skál skaltu blanda saman hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda. Hrærðu vel og sameinaðu svo skálarnar tvær. Hrærðu í rúma mínútu þar til allt er vel blandað saman, en gættu þín þó á því að hræra það ekki of mikið.

  4. Helltu deiginu í bökunarformið og jafnaðu það út.

  5. Settu formið inn í ofn og bakaðu í um 40 mínútur eða þar til kakan er orðin gullinbrún.

  6. Leyfðu kökunni að kólna í um 10 mínútur.

  7. Blandaðu saman hráefnunum fyrir glassúrinn og hrærðu vel. Bættu við ögn af flórsykri og Limoncello þar til kremið er orðið flauelsmjúkt. Dreifðu því svo yfir kökuna og skreyttu með rifnum sítrónuberki.

Njóttu vel.

Next
Next

Limoncello og freyðibað